Laglegt brot

Afhverju kemur það manni ekkert á óvart ef Jón Ásgeir er í raun og veru sekur um fullt fullt af lögbrotum? Hann hefur lifað og hrærst í heimi þar sem lögmál Darwins eiga betur við en í náttúrunni. Tökum sem dæmi sjóð 9. Einhver ákvað að láta segja við alla viðskiptavini Glitnis að þetta væri öruggasta ávöxtun sem hægt væri að komast í. Maður fékk ekki frið fyrir þjónustufulltrúanum sínum í viðleitni hans til að lofsyngja þessa ávöxtunarleið. Þjónustufulltrúar eru bara fólk eins og ég og þú og vissu örugglega ekkert betur, þeir gerðu bara það sem þeim var sagt. Svo tók einhver ákvörðun um að kaupa fullt af skuldabréfum af Stoðum (áður FL Group), fyrirtæki sem árin á undan hafði verið blásið upp af gerfi viðskiptum og var bugað af sukki og misstjórn eigenda þess. Þessi skuldabréf geta ekki hafa talist örugg, allaveganna ekki eins örugg og þjónustufulltrúinn vildi af láta að Sjóður 9 væri.
Kemur það þá einhverjum á óvart að Jón Ásgeir, eigandi Glitnis banka sem var þarna að spila rúllettu með sparifé landsmanna, sitji áfram í stjórn nokkurra fyrirtækja. Ég held að hann ráði ekkert við þetta frekar en spilafíkill við sína fikn eða alkóhólisti við sína. Hann bara verður að vera með puttana í þessu, hann myndi aldrei treysta einhverjum öðrum til að gera jafnvel eða betur.
Mér persónulega er sama ef Jón Ásgeir situr í stjórn fyrirtækja, mér þykir verra ef hann lætur þau fremja hluti sem brjóta gegn betri dómgreind, eru ósiðleg, ólögleg eða þaðan af verra.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir.


mbl.is Sýnist Jón Ásgeir hafa framið nýtt lagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband