Upplýsingafælni

Það er eins og að ráðamenn þjóðarinnar, fólkið sem fer fyrir eftirlitsstofnunum og aðrir embættismenn okkar séu með fælni á háu stigi við að veita upplýsingar um hvað gengur á í þjóðarbúinu. Það hlýtur að fara að verða krafa okkar að það verði tekið til, með fleiri en einum hætti. Það þarf ekki bara að skipta út stjórnmálamönnum (Davíð meðtalinn) það þarf líka að skipta út bankastjórum og öðrum stjórnendum þar. Þeim tókst ekki nógu vel upp í fyrra skiptið sem þeir stjórnuðu bönkunum, ég hef enga trú á að seinna skiptið verði mikið betra. Það er eins og þau sem stóðu að ráðningu þeirra hafi hugsað: "þau hljóta að hafa lært eitthvað að þessu öllu í fyrraskiptið". Mér þykir skemmtileg samlíkingin að ástandið sé eins og að lenda í rútuslysi fyrir gáleysi og glannaskap rútubílstjórans og svo þegar þú ert kominn um borð í sjúkrabílinn þá áttarðu þig á því að rútubílstjórinn situr undir stýrir á sjúkrabílnum. Ríkisstjórnin er logandi hrædd við nýjar kosningar, eins og staðan er í dag myndu hlutirnir fara á allt annan veg en við síðustu kosningar, sjálfstæðisflokkurinn myndi til dæmis gjalda afhroð. En það hlýtur að vera krafa okkar að fá nýjan bílstjóra til að keyra sjúkrabílnum. Einhverjir segja kannski að það sé ekki sanngjarnt fyrir þá flokka sem eru við stjórn að það yrði kosið núna, þeir myndu ósjálfrátt gjalda fyrir það ástand sem við erum í. Ég verð að segja að það er ósanngjarnt fyrir okkur að vera komin í þetta ástand sem við erum í, flokkarnir við stjórn hefðu átt að upplýsa betur og vinna að því að afstýra ástandinu, það var þeirra ábyrgð og þau brugðust. Að lokum eftirlitsstofnanir og þá væntanlega sérstaklega FME afhverju er ekki nú þegar búið að taka ærlega til þar? Er það út af því að það er svo mikið að gera hjá þeim að þeir mega ekki við róti á svona viðkvæmum tímum. Þetta fólk er búið að sýna rækilega fram á að það er ekki starfi sínu vaxið undanfarin misseri. Þannig að það er líklega að gera meira ógagn en gagn eins og staðan er í dag.

Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

 Friðgeir 


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband