Ósköpin öll

Maður verður að velta því fyrir sér hvað gekk á meðan formenn stjórnarflokkanna sátu fundi með seðlabankastjórn. Ungt fólk keypti íbúðir sem fljótlega urðu yfirveðsettar. Bretar, Hollendingar og aðrir héldu áfram að leggja ævisparnaðinn inn á IceSave reikninga. Verktakar eyddu tíma og fé í nýbyggingar. Bankastjórar stofnuðu "fyrirtæki" utan um eignir og skuldir sínar í bönkunum.

Ef ég nefni nú dæmi um veðsetta eignasöfnun sem allir ættu að geta skilið og legg að jöfnu þrjá hluti, fasteignakaup ungs fólks, kaup vörubílstjóra á vinnutæki (vörubíl) og kaup yfirmanns í banka á hlutafé í tjéðum banka. Þessir hlutir ættu ekki að vera höndlaðir ólíkt af bönkunum þegar kemur að því rukka til baka það sem er skuldað.

Ef unga fólkið verður fyrir barðinu á "kreppunni" og getur ekki borgað, selur bankinn íbúðina ofan af því og það heldur áfram að skulda það sem er á milli. Þ.e.a.s. ef það keypti íbúðina á 20 milljónir og verðtryggingin og annar kostnaður endaði með að höfuðstóllinn væri 25 milljónir og íbúðin selst á 15 milljónir þá skuldar unga fólkið eftir sem áður 10 milljónir og eyðir ævinni í að borga það niður eða fer á hausinn.

Vörubílstjórinn var séður og stofnaði fyrirtæki utan um sinn rekstur. Þegar erlenda lánið hans (flestir vörubílar keyptir á undanförnum misserum eru með gjaldeyriskörfu) er komið upp í tvöfalda jafnvel þrefalda upprunalega upphæð í íslenskum krónum þá hættir hann að geta borgað og fyrirtækið hans fer á hausinn. Er hann þar með sloppinn? Nei, bankinn gerði að sjálfsögðu kröfu um sjálfsskuldarábyrgð á hendur honum og hann skuldar mismuninn á söluverði vörubílsins (gangi þeim vel að selja vörubílinn) og eftirstöðvar lánsins. Ef bíllinn var keyptur á 15 milljónir fyrir ári síðan fæst kannski 12 milljónir fyrir hann núna og lánið er komið upp í 30 milljónir auðveldlega. Vörubílsstjórinn skuldar 18 milljónir.

Yfirmaðurinn í bankanum hann keypti allt á eigin kennitölu og fékk 100% lán. Þegar syrtir í álinn veit hann af því fyrstur manna og stofnar fyrirtæki utan um sínar skuldir. Þegar bankarnir fara á hausinn verða hlutabréfin verðlaus og fyrirtækið fer á hausinn. En hvað um veslings bankamanninn. Hann þurfti væntanlega ekki að taka á sig sjálfsskuldarábyrgð, hann skuldar ekki hundruð milljóna sem hurfu með bönkunum. Hann fær nýja stöðu í nýjum banka og meiri laun en æðstu ráðamenn þjóðarinnar og fer hlæjandi í nýja bankann sinn.

Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir ýmsann harmleikinn hjá hinni almennu fjölskyldu ef upplýsingaflæði og árvekni stjórnvalda væri betra? 6 fundir og ekkert gert? Enginn látinn vita. Ekki gripið í taumanna fyrr en allt var of seint og allt fór á hausinn.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir. 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband