So sue me!

Furðulegt hvað þetta hljómar amerískt eitthvað. Skjár Einn kennir RÚV um það að þeir ramba á barmi gjaldþrots og vilja að íslenska ríkið borgi hluthöfum skaðabætur (sem er íslenska ríkið ef Exista endar í greiðslustöðvun og bankarnir eignast fyrirtækið, þ.e.a.s. ef ég skil fléttuna rétt). Fyrir utan hið augljósa kaldhæðna í stöðunni þá ættu stjórnendur Skjárs Eins að líta aðeins í eigin barm. Ef hér ríkti alvöru samkeppni á auglýsingamarkaði, ekki stórkostleg fákeppni eða jafnvel einokun, þá held ég að auglýsingamarkaðurinn væri mun harðari en hann er núna, jafnvel þótt að RÚV hyrfi af honum. Getur verið að léleg stjórnun, slæmt tekjumódel og ónægt fylgi áhorfenda hafi verið það sem gerði það að verkum að Skjár Einn gat ekki lifað svona drastískar breytingar í árferði efnahagslífis af? Frekar en að sjá flísarnar í augum hinna þá ættu þeir að sjá bjálkann í sínum eigin.
Svo er það annað mál að það er ýmislegt að í rekstri RÚV líka, auglýsingarnar eru bara hluti af því.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir.


mbl.is Krefur RÚV um skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband