Þurrkur

Það segir ýmisslegt um stöðu viðskiptalífs landsins þegar það er ekki lengur grundvöllur fyrir að gefa út Viðskiptablaðið lengur. Ekki það að Viðskiptablaðið hafi verið metnaðarfullur djúptkafandi fréttamiðill. Meira svona pappír til að endurprenta "spár" greiningadeilda bankanna og fylla upp í með sögum um hversu frábærir útrásarvíkingarnir voru.
Maður á kannski ekki að sparka í liggjandi blað. Þeir voru svosem ekkert verri en hinir fjölmiðlarnir í fréttaflutningi af "góðærinu" sem einkenndist af yfirborðskennd og léttvægni. Ég ætla að óska starfsfólki Viðskiptablaðsins góðs gengis í atvinnuleit og vona að í nýju starfi ákveði það að vera gagnrýnið og óvægið í fréttaflutningi sínum. Að það láti ekki mata sig á hvað eru fréttir heldur skoði málið yfirvegað og af rökfestu og sé óhikað á að benda á hvar því finnst koppur brotinn í þeim upplýsingum sem þau fá.
mbl.is Hvetur starfsfólk VB til atvinnuleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband