Einokun og verðmyndun

Ekki veit ég hvort það kann góðri lukku að stýra að RÚV detti alveg út af auglýsingamarkaði. Hver á þá að skapa markaðsverð fyrir auglýsandann? Hér á landi ríkir mikil fákeppni ef ekki einokun á fjölmiðlamarkaði og við slíkar aðstæður er mjög auðvelt að hafa áhrif á verðlagningu. Gott dæmi eru blessuðu olíufélögin á íslandsmarkaði.
RÚV á samt ekki að vinna gegn frjálsu fjölmiðlunum. Tala nú ekki um undirboð og þessháttar. RÚV á heldur ekki að rukka inn afnotagjöld, það væri hægt að spara mikinn pening með því að borga þennan pening með einhverskonar skattlagningu, en skattur er náttúrulega fúkyrði.
Þetta er vond staða, gott væri ef til væri einhver löggjöf um eignarhald í fjölmiðlum, bæði til að tryggja eðlilega verðmyndun og hlutleysi fjölmiðlana. Svo væri gott ef RÚV væri "gjaldfrjálst" og með lágmarksauglýsingar og biði upp á fjölbreytt efni ekki bara menningarlegt, nóg er til af góðu sjónvarpsefni sem ekki er amerískt þó það sé ekki að deyja úr tilgerð heldur.
Ég verð samt að taka fram að ég á ekki sjónvarp og hef ekki átt í 6 ár og sakna þess lítið. Það gerir mig samt hálf ódómbærann um framboð efnis á RÚV þessa dagana, mitt álit er byggt á fyrrum reynslu og ef það er ómaklegt biðst ég forláts.

Að lokum legg ég til að Ísland verið selt fyrir skuldum þess www.icelandicfiresale.com

Friðgeir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Sammála með að Rúv geti ekki farið algjörlega af auglýsingamarkaði því ég tel að hagur neytenda sé líka í því fólginn að fyrirtæki geti auglýst þar vörur og þjónustu (sem og hagur fyrirtækjanna í landinu að ná slíkri dreyfingu sem rúv hefur) það er ekki hægt að loka alveg fyrir þetta.

Mér skilst hins vegar að Rúv hafi verið að undirbjóða auglýsingar og það er slæmt - auglýsingar í rúv eiga að vera á algjörlega föstu verði, óumsemjanlegu, á meðan aðrar stöðvar geta verið sveigjanlegri með sitt verð til að skapa sanngjarnara umhverfi. AUk þess ætti Rúv ekki að vera með fólk í auglýsingasölu heldur ættu fyrirtæki að þurfa að leita til rúv ef þau vilja auglýsa þar á annað borð. Það er ekki eins og þau viti ekki af þessum miðli. En amk. verður að finna lausn sem samræmist því agnarsmáa fjölmiðlaumhverfi sem þó þrífst hér á landi. 

Marilyn, 14.11.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Icelandic fire sale

Góður punktur með að RÚV ætti ekki að vera með fólk í auglýsingasölu. Ég vill ekki að RÚV fari af auglýsingamarkaði en þeir mættu hafa passíva tilvist á honum frekar en agressíva.

og já setja reglur um hvernig RÚV má haga sér.

Icelandic fire sale, 15.11.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband