14.11.2008 | 14:59
Fari vel með valdið sem hafa það
Ég vona að við Íslendingar eigum ekki eftir að ganga of langt í því að veita einingum innan stjórnvaldsins vald til að ganga í berhögg við lög. Að sjálfsögðu þarf að rannsaka hvað hefur gengið á hér á undanförnum árum og sækja menn til saka sem hafa brotið af sér. En það þarf að gera svona hluti á yfirvegaðan hátt að vel ígrunduðu máli. Annars er aldrei að vita hvar við endum. Ef bankaleyndin er afnumin er þá persónuvernd næst? Ég vona að rannsóknarnefndin beri sig varlega að í sínum störfum og skili vönduðum vinnubrögðum, þetta er vandmeðfarið mál fyrir alla aðila.
Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com
Friðgeir
![]() |
Bankaleyndin víki vegna rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.