12.11.2008 | 13:41
Aukum gjaldeyrisforðann og minnkum atvinnuleysið
Ef það er rétt sem Jón Ásgeir segir að sá sem á skuldir Baugs eigi Baug, þá á Íslenska ríkið Baug. Hvernig væri þá að fara að byrja að reka bretana sem vinna fyrir Baug í Englandi (um 55þ talsins) og fara að ráða atvinnulausa Íslendinga í staðinn? Þessir Íslendingar myndu fá borgað í pundum og myndu styrkja gjaldeyrisforðann með því að senda peninga heim og geyma sína peninga inni á íslenskum reikningum.
Við förum bara í útgerð, ekkert nema Íslendingar í Karen Millen, Iceland (að sjálfsögðu) og House of Fraser, bretar hafa hvort eða er vanist því að geta ekki farið inn í þessar verslanir án þess að það sé þverfótað fyrir Íslendingum.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.