12.11.2008 | 13:25
Hvað er spilling
Alltaf er Ísland titlað minnst spillta landið í heiminum. Þó að það sé ekki alveg rétt þá er það nærri lagi, 2007 vorum við í 3 sæti yfir minnst spilltu löndin í heiminum með Danmörk, Finnland, Nýja Sjáland, Singapore og Svíþjóð fyrir ofan okkur (Danmörk, Finnland og Nýja Sjáland í fyrsta sæti). Ekki það að það sé ekki frábært að vera sjötta minnst spillta landið í heiminum þá eru ýmsir vankantar á þessu. Tildæmis sú að til að teljast spilling þurfa peningar helst að skipta hendur, "the misuse of entrusted power for private gain" [af heimasíðu transparency.org]. Þetta á bara ekkert sérstaklega við á Íslandi. Það er aðallega í frændsemi og "gera vel við sína" sem spilling á íslandi sýnir sig. Ef t.d. ég myndi ráða son félaga míns í opinbert embætti bara vegna þess að við erum vinir þá telst það ekki með í könnun Transparency International. Einnig þarf að vera til skjalfest gögn til að styðjast við til að hægt sé að líta á ákveðið atriði sem spillingu - "To qualify, the data must be well documented and sufficient to permit a judgment on its reliability." [aftur af heimasíðu transparency.org]. Þetta þýðir að það þarf nánast að hafa dómsúrskurð til að sýna fram á spillingu. Ef frændsemi, hagsmunapot flokkana og velvild við "gæðinga" væri tekið inn í spillingarlistann myndum við lenda neðst með Rússum. Það að Michail Dielagin haldi því fram að íslenskir stjórnmálamenn "skilji" ekki svona sýnir bara fram á hvað hann veit lítið um Ísland.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Skildu Íslendingar ekki Rússa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Þvílíkt bull eins og að halda því fram að það sé LÍTIL spilling á Íslandi. Efa það satt að segja að ástandið sé lakara í Nígeríu! Svo var að birtast frétt um að Ísland væri í fjórða sæti hvað varðar jafnrétti kynjanna. Ja, hérna, þá er það einhversstaðar lélegt, segi bara ekki annað en það.
Bóbó (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 13:44
Spilling frá Ási IS2006277172
nn (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.