11.11.2008 | 15:11
Að axla ábyrgð
Það er ánægjulegt að sjá að íslenskir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því að það sé sjaldgæft í íslenskri pólitík að öxluð sé ábyrgð.
En hverjum er það að kenna? Er það stjórnmálamönnunum? Ég verð að segja nei. Við verðum líka að axla ábyrgð. Það erum við sem kjósum þetta fólk/þessa flokka í embætti. Ef við kjósum þessa flokka/menn þrátt fyrir að þeir neiti að axla ábyrgð þá erum við að gefa þeim leyfi til þess að axla ekki ábyrgð.
Þetta er ekki ósvipað og að ala upp barn. Ef barnið gerir eitthvað af sér þá þarf að koma því til skila svo þau læri að hegða sér vel, t.d. með því að taka eitthvað frá því, sum börn þarf að rassskella. Mér segir svo hugur um að ef kosið yrði aftur núna þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn dágóða rassskellingu.
En flokkarnir vita sínu viti. Ef við notum uppeldi á börnum sem myndlíkingu á aðkomu almennings að pólitík þá myndu flokkarnir nota hundaþjálfun sem myndlíkingu yfir að tryggja sér atkvæði. Flokkarnir vita sem víst að ef nægur tími líður frá "mistökum" þeirra þar til kosningar eru haldnar þá verðum við búin að gleyma þeim og það kemur ekki niður á fylgi þeirra við kosningar. Sama með hundana ef það líður smá tími frá því að eitthvað fór úrskeiðis þar til þeim er refsað fyrir það þá eru þeir búnir að gleyma hvað þeir gerðu af sér og læra ekki neitt. Ekki frekar en við hinir íslensku kjósendur.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.