Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
14.11.2008 | 17:21
Einokun og verðmyndun
Ekki veit ég hvort það kann góðri lukku að stýra að RÚV detti alveg út af auglýsingamarkaði. Hver á þá að skapa markaðsverð fyrir auglýsandann? Hér á landi ríkir mikil fákeppni ef ekki einokun á fjölmiðlamarkaði og við slíkar aðstæður er mjög auðvelt að hafa áhrif á verðlagningu. Gott dæmi eru blessuðu olíufélögin á íslandsmarkaði.
RÚV á samt ekki að vinna gegn frjálsu fjölmiðlunum. Tala nú ekki um undirboð og þessháttar. RÚV á heldur ekki að rukka inn afnotagjöld, það væri hægt að spara mikinn pening með því að borga þennan pening með einhverskonar skattlagningu, en skattur er náttúrulega fúkyrði.
Þetta er vond staða, gott væri ef til væri einhver löggjöf um eignarhald í fjölmiðlum, bæði til að tryggja eðlilega verðmyndun og hlutleysi fjölmiðlana. Svo væri gott ef RÚV væri "gjaldfrjálst" og með lágmarksauglýsingar og biði upp á fjölbreytt efni ekki bara menningarlegt, nóg er til af góðu sjónvarpsefni sem ekki er amerískt þó það sé ekki að deyja úr tilgerð heldur.
Ég verð samt að taka fram að ég á ekki sjónvarp og hef ekki átt í 6 ár og sakna þess lítið. Það gerir mig samt hálf ódómbærann um framboð efnis á RÚV þessa dagana, mitt álit er byggt á fyrrum reynslu og ef það er ómaklegt biðst ég forláts.
Að lokum legg ég til að Ísland verið selt fyrir skuldum þess www.icelandicfiresale.com
Friðgeir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2008 | 16:56
Satt og logið
Mikið vona ég að Geir sé að segja satt þegar hann segir á fréttamannafundinum að ríkisstjórnin hafi góð tök á hlutunum. Það er nefnilega ekkert auðvelt að vera stjórnmálamaður. Geir hreinlega má ekki segja: "við höfum engin tök á málunum, allt er að fara til fjandans" þó það væri satt. Sama gildir um Ingibjörgu, hún reynir að mála hlutina þannig að það sé ekkert endilega víst að fullt af heimilum fari á hausinn á næsta ári. Það ætti þó að vera auðséð að svo verði raunin.
Stjórnmálamenn verða, sérstaklega þegar svona stendur á, að haga sannleikanum þannig að hann hræði ekki fólk, það gerir mann uggandi því maður veit aldrei hvað er satt og hvað er yfirbreiða og gerfibros.
Að lokum legg ég til að Ísland verið selt fyrir skuldum þess www.icelandicfiresale.com
Friðgeir
Þokast í átt að lausn á IceSave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 14:59
Fari vel með valdið sem hafa það
Ég vona að við Íslendingar eigum ekki eftir að ganga of langt í því að veita einingum innan stjórnvaldsins vald til að ganga í berhögg við lög. Að sjálfsögðu þarf að rannsaka hvað hefur gengið á hér á undanförnum árum og sækja menn til saka sem hafa brotið af sér. En það þarf að gera svona hluti á yfirvegaðan hátt að vel ígrunduðu máli. Annars er aldrei að vita hvar við endum. Ef bankaleyndin er afnumin er þá persónuvernd næst? Ég vona að rannsóknarnefndin beri sig varlega að í sínum störfum og skili vönduðum vinnubrögðum, þetta er vandmeðfarið mál fyrir alla aðila.
Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com
Friðgeir
Bankaleyndin víki vegna rannsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 18:40
Hvar eru vondu fréttirnar?
Ekki það að ég vilji fá yfir mig endalausar vondar fréttir, það er bara svo lítið af þeim. Það er svosem ekki mikið um góðar fréttir heldur, stjórnmálamenn koma af og til fram og segja "allt er í lagi" og svo stenst bara helmingurinn af því. Ég geri mér grein fyrir því að stjórnmálamenn geta ekki leyft sér að koma fram og segja "allt er að fara til fjandans", þá fyrst færi allt til fjandans. Málið er bara að maður verður uggandi þegar svona stendur á og einu fréttirnar sem maður fær eru þær að "allt sé í lagi". Hljómar ekki vel.
Að lokum legg ég til að Ísland verði selt og ágóðinn notaður til að borga niður skuldir Íslands sjá www.icelandicfiresale.com
Friðgeir.
Von um niðurstöðu í IceSave-deilu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.11.2008 | 12:24
Að mála bæinn rauðann
Ekki það að ég vilji hvetja til skemmdaverka en atburðir sem þessir og eggja/skyrs/tómat grýtingin á Alþingishúsið ásamt Bónusfánahífingunni sýnir að Íslendingar eru að læra að mótmæla. Mér finnst samt vanta að fólkið sem málaði Valhöll rauða komi með yfirlýsingu í kjölfarið. Ég myndi vilja vita afhverju þau gerðu þetta, hver var tilgangurinn og helst af öllu hvað þau voru að reyna að segja með þessu.Nóg er hægt að lesa út úr rauða litnum, en ég vill heyra það frá þeim. Ef viðkomandi fólk hefur engan tilgang með þessum aðgerðum annan en að skemma Valhöll og valda kostnaði þá geta þau alveg ein sleppt þessu, það hjálpar engum og leggur ekkert til í ástandinu.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt á brunaútsölu www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Valhöll í baði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.11.2008 | 13:41
Aukum gjaldeyrisforðann og minnkum atvinnuleysið
Ef það er rétt sem Jón Ásgeir segir að sá sem á skuldir Baugs eigi Baug, þá á Íslenska ríkið Baug. Hvernig væri þá að fara að byrja að reka bretana sem vinna fyrir Baug í Englandi (um 55þ talsins) og fara að ráða atvinnulausa Íslendinga í staðinn? Þessir Íslendingar myndu fá borgað í pundum og myndu styrkja gjaldeyrisforðann með því að senda peninga heim og geyma sína peninga inni á íslenskum reikningum.
Við förum bara í útgerð, ekkert nema Íslendingar í Karen Millen, Iceland (að sjálfsögðu) og House of Fraser, bretar hafa hvort eða er vanist því að geta ekki farið inn í þessar verslanir án þess að það sé þverfótað fyrir Íslendingum.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Smátt og smátt gengur á gjaldeyrisforðann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 13:25
Hvað er spilling
Alltaf er Ísland titlað minnst spillta landið í heiminum. Þó að það sé ekki alveg rétt þá er það nærri lagi, 2007 vorum við í 3 sæti yfir minnst spilltu löndin í heiminum með Danmörk, Finnland, Nýja Sjáland, Singapore og Svíþjóð fyrir ofan okkur (Danmörk, Finnland og Nýja Sjáland í fyrsta sæti). Ekki það að það sé ekki frábært að vera sjötta minnst spillta landið í heiminum þá eru ýmsir vankantar á þessu. Tildæmis sú að til að teljast spilling þurfa peningar helst að skipta hendur, "the misuse of entrusted power for private gain" [af heimasíðu transparency.org]. Þetta á bara ekkert sérstaklega við á Íslandi. Það er aðallega í frændsemi og "gera vel við sína" sem spilling á íslandi sýnir sig. Ef t.d. ég myndi ráða son félaga míns í opinbert embætti bara vegna þess að við erum vinir þá telst það ekki með í könnun Transparency International. Einnig þarf að vera til skjalfest gögn til að styðjast við til að hægt sé að líta á ákveðið atriði sem spillingu - "To qualify, the data must be well documented and sufficient to permit a judgment on its reliability." [aftur af heimasíðu transparency.org]. Þetta þýðir að það þarf nánast að hafa dómsúrskurð til að sýna fram á spillingu. Ef frændsemi, hagsmunapot flokkana og velvild við "gæðinga" væri tekið inn í spillingarlistann myndum við lenda neðst með Rússum. Það að Michail Dielagin haldi því fram að íslenskir stjórnmálamenn "skilji" ekki svona sýnir bara fram á hvað hann veit lítið um Ísland.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Skildu Íslendingar ekki Rússa? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2008 | 15:11
Að axla ábyrgð
Það er ánægjulegt að sjá að íslenskir stjórnmálamenn geri sér grein fyrir því að það sé sjaldgæft í íslenskri pólitík að öxluð sé ábyrgð.
En hverjum er það að kenna? Er það stjórnmálamönnunum? Ég verð að segja nei. Við verðum líka að axla ábyrgð. Það erum við sem kjósum þetta fólk/þessa flokka í embætti. Ef við kjósum þessa flokka/menn þrátt fyrir að þeir neiti að axla ábyrgð þá erum við að gefa þeim leyfi til þess að axla ekki ábyrgð.
Þetta er ekki ósvipað og að ala upp barn. Ef barnið gerir eitthvað af sér þá þarf að koma því til skila svo þau læri að hegða sér vel, t.d. með því að taka eitthvað frá því, sum börn þarf að rassskella. Mér segir svo hugur um að ef kosið yrði aftur núna þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn dágóða rassskellingu.
En flokkarnir vita sínu viti. Ef við notum uppeldi á börnum sem myndlíkingu á aðkomu almennings að pólitík þá myndu flokkarnir nota hundaþjálfun sem myndlíkingu yfir að tryggja sér atkvæði. Flokkarnir vita sem víst að ef nægur tími líður frá "mistökum" þeirra þar til kosningar eru haldnar þá verðum við búin að gleyma þeim og það kemur ekki niður á fylgi þeirra við kosningar. Sama með hundana ef það líður smá tími frá því að eitthvað fór úrskeiðis þar til þeim er refsað fyrir það þá eru þeir búnir að gleyma hvað þeir gerðu af sér og læra ekki neitt. Ekki frekar en við hinir íslensku kjósendur.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 14:52
Ástæður til að segja af sér.
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
Vegið ómaklega að ráðherrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.11.2008 kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)