Ástæður til að segja af sér.

Í myndskeiðinu sem fylgir með þessari frétt biður Ingibjörg Sólrún um rökstuðning fyrir því afhverju Björgvin ætti að segja af sér. Hún spyr "hvar hafi hann sofið á verðinum" og svarar í næstu setningu sinni eigin spurningu. Maðurinn sem Bankamálaráðherra var óupplýstur um stöðuna. Þetta er á hans ábyrgð, hann er yfirmaður þessara mála. Í fréttinni kemur líka fram að "Geir segir að það sama eigi við um Árna M. Mathiesen fjármálaráðherra". Þeir semsagt voru báðir sofandi á verðinum. Ættu þeir þá ekki að segja af sér?Skoðum dæmi utan úr heimi um ástæður fyrir því að segja af sér. Byrjum í Frakklandi:Herve Gaymard fyrrverandi fjármálaráðherra Frakklands sagði af sér fyrir nokkru. Hann hafði þegið lúxusíbúð af Franska ríkinu þrátt fyrir að hafa vel efni á að reka sitt eigið heimili (hann m.a.s. átti sjálfur íbúð þó ekki jafn stóra). Þetta þótti ótækt og til að valda sínum flokki ekki meiri skaða þá sagði hann af sér. Bravó.Maria Soledad Barria heilbrigðismálaráðherra Chile sagði af sér nýlega vegna þess að spítala þar í landi ljáðist að tilkynna þónokkrum sjúklingum að þeir hefðu greinst með alnæmi. Mér þykir mjög líklegt að hún hafi ekki vitað af því að þetta gekk á á meðan að þetta gekk á, en þegar hún komst að þessu þá sagði hún af sér sem yfirmaður þessara málefna þar í landi enda bar hún ábyrgð á þessu. Þess má svo til gamans geta að fólkið á spítalanum sem átti að hafa yfirumsjón með svona löguðu var sagt upp í leiðinni, þ.e. yfirmaður blóðbankans og yfirlæknir spítalans.Maxime Bernier utanríkismálaráðherra Canda sagði af sér í sumar vegna þess að hann gleymdi mikilvægum gögnum heima hjá kærustunni sinni. Kærastan skilaði gögnunum og það hefur aldrei verið talað um það að einhver sem ekki mátti sjá gögnin (fyrir utan kærustuna) hafi séð þau. Samt sá maðurinn sóma sinn í því að segja af sér enda orðinn sekur um embættisglöp og maður á að taka ábyrgð á gjörðum sínum.Hefði nægt fyrir Maxime Bernier að segja "ég vissi ekki til að hefði gleymt þessum gögnum" og þá væri allt í lagi? Ef Maria Soledad Barria hefði sagt "mér var ekki tilkynnt um að spítalinn væri ekki að láta fólk vita fyrr en eftirá" myndi hún þá ennþá vera heilbrigðismálaráðherra. Ef Herve Geymard hefði sagt "þessi íbúð er hluti af laununum mínum" myndu frakkar þá vera sáttir við hann?Ég ætla að giska á nei, og ég held að það sé rétta svarið. Fólk á að taka ábyrgð á sínum málum og málefnum. Þessu fólki var treyst fyrir ákveðnum embættum og stóðu sig ekki nógu vel. Þau þurftu að víkja til að hægt væri að fá hæfara fólk í starfið.Það að fjármálaráðherra og bankamálaráðherra hafi verið ómeðvitaðir um að nokkrir menn væru að spila rússnenska rúllettu með íslenska efnahaginn fríar þá ekki af sök, í raun og veru er það það sem þeir eru sekir um: að vera ómeðvitaðir um málefni sem þeir bera ábyrgð á.Þess fyrir utan ætti forstjóri Fjármálaeftirlitsins að sjálfsögðu að hugsa sinn gang þar sem honum er ekki treystandi til að koma til skila mikilvægum upplýsingum til yfirmanna sinna. Nú eru svo fjármálaráðherra og bankamálaráðherra orðnir meðvitaðir um að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi ekki komið þessum mikilvægu upplýsingum til þeirra, hvað ætla þeir að gera í því?
Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt www.icelandicfiresale.com.
Friðgeir
mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland er stoppu stöð á leið frá Noregi til Vínlands híns góða.Við erum útrásar víkingar, en við verðum að rasa út í rétta átt!
Leifur Heppni var ekki áttavilltur.
Nú er komið að því að þjóðin sæki um inngöngu í Kanada/USA/NAFTA. Þar eigum við “Fyrsta Veðrétt”, samkvæmt Leifi Heppna. Við eigum þar líka mestan fjölda íslenskra afkomenda, sem er okkar eigið blóð.
Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa sjaldan um stoppu stöðina Ísland, í miðju Atlanthafi. Þeir hafa komið sér í góða stöðu út um alla Norður Ameríku.
Evrópa er búin að fá alveg nóg af okkur, eins og Noregur forðum. Vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

nonni (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 04:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband