The Enron way

og worldcom líka. Að leika sér með lífeyrissparnað starfsmanna sinna er eitthvað sem stjórnendum fyrirtækja ætti aldrei að fyrirgefa. Þeim mátti vera ljóst fyrir löngu að lífeyrinum væri betur borgði annarsstaðar en í hlutabréfum í Kaupþingi. Ég vona (en er vonlítill um) að þeir skammist sín.
mbl.is Séreign bundin í bréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósköpin öll

Maður verður að velta því fyrir sér hvað gekk á meðan formenn stjórnarflokkanna sátu fundi með seðlabankastjórn. Ungt fólk keypti íbúðir sem fljótlega urðu yfirveðsettar. Bretar, Hollendingar og aðrir héldu áfram að leggja ævisparnaðinn inn á IceSave reikninga. Verktakar eyddu tíma og fé í nýbyggingar. Bankastjórar stofnuðu "fyrirtæki" utan um eignir og skuldir sínar í bönkunum.

Ef ég nefni nú dæmi um veðsetta eignasöfnun sem allir ættu að geta skilið og legg að jöfnu þrjá hluti, fasteignakaup ungs fólks, kaup vörubílstjóra á vinnutæki (vörubíl) og kaup yfirmanns í banka á hlutafé í tjéðum banka. Þessir hlutir ættu ekki að vera höndlaðir ólíkt af bönkunum þegar kemur að því rukka til baka það sem er skuldað.

Ef unga fólkið verður fyrir barðinu á "kreppunni" og getur ekki borgað, selur bankinn íbúðina ofan af því og það heldur áfram að skulda það sem er á milli. Þ.e.a.s. ef það keypti íbúðina á 20 milljónir og verðtryggingin og annar kostnaður endaði með að höfuðstóllinn væri 25 milljónir og íbúðin selst á 15 milljónir þá skuldar unga fólkið eftir sem áður 10 milljónir og eyðir ævinni í að borga það niður eða fer á hausinn.

Vörubílstjórinn var séður og stofnaði fyrirtæki utan um sinn rekstur. Þegar erlenda lánið hans (flestir vörubílar keyptir á undanförnum misserum eru með gjaldeyriskörfu) er komið upp í tvöfalda jafnvel þrefalda upprunalega upphæð í íslenskum krónum þá hættir hann að geta borgað og fyrirtækið hans fer á hausinn. Er hann þar með sloppinn? Nei, bankinn gerði að sjálfsögðu kröfu um sjálfsskuldarábyrgð á hendur honum og hann skuldar mismuninn á söluverði vörubílsins (gangi þeim vel að selja vörubílinn) og eftirstöðvar lánsins. Ef bíllinn var keyptur á 15 milljónir fyrir ári síðan fæst kannski 12 milljónir fyrir hann núna og lánið er komið upp í 30 milljónir auðveldlega. Vörubílsstjórinn skuldar 18 milljónir.

Yfirmaðurinn í bankanum hann keypti allt á eigin kennitölu og fékk 100% lán. Þegar syrtir í álinn veit hann af því fyrstur manna og stofnar fyrirtæki utan um sínar skuldir. Þegar bankarnir fara á hausinn verða hlutabréfin verðlaus og fyrirtækið fer á hausinn. En hvað um veslings bankamanninn. Hann þurfti væntanlega ekki að taka á sig sjálfsskuldarábyrgð, hann skuldar ekki hundruð milljóna sem hurfu með bönkunum. Hann fær nýja stöðu í nýjum banka og meiri laun en æðstu ráðamenn þjóðarinnar og fer hlæjandi í nýja bankann sinn.

Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir ýmsann harmleikinn hjá hinni almennu fjölskyldu ef upplýsingaflæði og árvekni stjórnvalda væri betra? 6 fundir og ekkert gert? Enginn látinn vita. Ekki gripið í taumanna fyrr en allt var of seint og allt fór á hausinn.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir. 


mbl.is 6 fundir með seðlabankastjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurrkur

Það segir ýmisslegt um stöðu viðskiptalífs landsins þegar það er ekki lengur grundvöllur fyrir að gefa út Viðskiptablaðið lengur. Ekki það að Viðskiptablaðið hafi verið metnaðarfullur djúptkafandi fréttamiðill. Meira svona pappír til að endurprenta "spár" greiningadeilda bankanna og fylla upp í með sögum um hversu frábærir útrásarvíkingarnir voru.
Maður á kannski ekki að sparka í liggjandi blað. Þeir voru svosem ekkert verri en hinir fjölmiðlarnir í fréttaflutningi af "góðærinu" sem einkenndist af yfirborðskennd og léttvægni. Ég ætla að óska starfsfólki Viðskiptablaðsins góðs gengis í atvinnuleit og vona að í nýju starfi ákveði það að vera gagnrýnið og óvægið í fréttaflutningi sínum. Að það láti ekki mata sig á hvað eru fréttir heldur skoði málið yfirvegað og af rökfestu og sé óhikað á að benda á hvar því finnst koppur brotinn í þeim upplýsingum sem þau fá.
mbl.is Hvetur starfsfólk VB til atvinnuleitar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elliglöp

Ef einn af seðlabankastjórunum situr í stjórn fjármálaeftirlitsins afhverju segir Davíð (einn af seðlabankastjórunum) þá: "Eftir að bankaeftirlitið var fært frá Seðlabankanum gat ég ekki aflað mér upplýsinga um slíkt. Ég gat ekki vitað það." Þarna er hann að tala um skuldir einhvers ótiltekins "auðmanns".
Eru þetta elliglöp gamla mannsins? Eða veit hann betur.
mbl.is Yngvi Örn: Seðlabankastjóri í stjórn FME
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upplýsingafælni

Það er eins og að ráðamenn þjóðarinnar, fólkið sem fer fyrir eftirlitsstofnunum og aðrir embættismenn okkar séu með fælni á háu stigi við að veita upplýsingar um hvað gengur á í þjóðarbúinu. Það hlýtur að fara að verða krafa okkar að það verði tekið til, með fleiri en einum hætti. Það þarf ekki bara að skipta út stjórnmálamönnum (Davíð meðtalinn) það þarf líka að skipta út bankastjórum og öðrum stjórnendum þar. Þeim tókst ekki nógu vel upp í fyrra skiptið sem þeir stjórnuðu bönkunum, ég hef enga trú á að seinna skiptið verði mikið betra. Það er eins og þau sem stóðu að ráðningu þeirra hafi hugsað: "þau hljóta að hafa lært eitthvað að þessu öllu í fyrraskiptið". Mér þykir skemmtileg samlíkingin að ástandið sé eins og að lenda í rútuslysi fyrir gáleysi og glannaskap rútubílstjórans og svo þegar þú ert kominn um borð í sjúkrabílinn þá áttarðu þig á því að rútubílstjórinn situr undir stýrir á sjúkrabílnum. Ríkisstjórnin er logandi hrædd við nýjar kosningar, eins og staðan er í dag myndu hlutirnir fara á allt annan veg en við síðustu kosningar, sjálfstæðisflokkurinn myndi til dæmis gjalda afhroð. En það hlýtur að vera krafa okkar að fá nýjan bílstjóra til að keyra sjúkrabílnum. Einhverjir segja kannski að það sé ekki sanngjarnt fyrir þá flokka sem eru við stjórn að það yrði kosið núna, þeir myndu ósjálfrátt gjalda fyrir það ástand sem við erum í. Ég verð að segja að það er ósanngjarnt fyrir okkur að vera komin í þetta ástand sem við erum í, flokkarnir við stjórn hefðu átt að upplýsa betur og vinna að því að afstýra ástandinu, það var þeirra ábyrgð og þau brugðust. Að lokum eftirlitsstofnanir og þá væntanlega sérstaklega FME afhverju er ekki nú þegar búið að taka ærlega til þar? Er það út af því að það er svo mikið að gera hjá þeim að þeir mega ekki við róti á svona viðkvæmum tímum. Þetta fólk er búið að sýna rækilega fram á að það er ekki starfi sínu vaxið undanfarin misseri. Þannig að það er líklega að gera meira ógagn en gagn eins og staðan er í dag.

Að lokum vill ég leggja til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

 Friðgeir 


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnsæi

Er til of mikils ætlast að fá nánari upplýsingar en þetta um hvernig verður staðið að þessu. Í greininni kemur fram "lánsféð [kemur] aðallega frá Norðurlöndum og einnig frá fleiri löndum, svo sem Póllandi" og í þingsályktunartillögunni kemur fram "Jafnframt er gert ráð fyrir láni annars staðar frá að fjárhæð 3 milljarðar Bandaríkjadala." "annars staðar frá" er það tæknilegt heiti?
Ef þau eru búin að ganga frá þessu afhverju megum við ekki vita hvaðan lánin koma, og ef þau eru ekki búin að þessu við hverja eru þau þá að ræða og hvernig gengur. Svo mætti líka koma fram hvaða skilyrðum öll þessi lán eru háð. Ég bið ekki um mikið.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess. www.icelandicfiresale.com

Friðgeir.


mbl.is Fjármögnun viðbótarlána tryggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laglegt brot

Afhverju kemur það manni ekkert á óvart ef Jón Ásgeir er í raun og veru sekur um fullt fullt af lögbrotum? Hann hefur lifað og hrærst í heimi þar sem lögmál Darwins eiga betur við en í náttúrunni. Tökum sem dæmi sjóð 9. Einhver ákvað að láta segja við alla viðskiptavini Glitnis að þetta væri öruggasta ávöxtun sem hægt væri að komast í. Maður fékk ekki frið fyrir þjónustufulltrúanum sínum í viðleitni hans til að lofsyngja þessa ávöxtunarleið. Þjónustufulltrúar eru bara fólk eins og ég og þú og vissu örugglega ekkert betur, þeir gerðu bara það sem þeim var sagt. Svo tók einhver ákvörðun um að kaupa fullt af skuldabréfum af Stoðum (áður FL Group), fyrirtæki sem árin á undan hafði verið blásið upp af gerfi viðskiptum og var bugað af sukki og misstjórn eigenda þess. Þessi skuldabréf geta ekki hafa talist örugg, allaveganna ekki eins örugg og þjónustufulltrúinn vildi af láta að Sjóður 9 væri.
Kemur það þá einhverjum á óvart að Jón Ásgeir, eigandi Glitnis banka sem var þarna að spila rúllettu með sparifé landsmanna, sitji áfram í stjórn nokkurra fyrirtækja. Ég held að hann ráði ekkert við þetta frekar en spilafíkill við sína fikn eða alkóhólisti við sína. Hann bara verður að vera með puttana í þessu, hann myndi aldrei treysta einhverjum öðrum til að gera jafnvel eða betur.
Mér persónulega er sama ef Jón Ásgeir situr í stjórn fyrirtækja, mér þykir verra ef hann lætur þau fremja hluti sem brjóta gegn betri dómgreind, eru ósiðleg, ólögleg eða þaðan af verra.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir.


mbl.is Sýnist Jón Ásgeir hafa framið nýtt lagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

So sue me!

Furðulegt hvað þetta hljómar amerískt eitthvað. Skjár Einn kennir RÚV um það að þeir ramba á barmi gjaldþrots og vilja að íslenska ríkið borgi hluthöfum skaðabætur (sem er íslenska ríkið ef Exista endar í greiðslustöðvun og bankarnir eignast fyrirtækið, þ.e.a.s. ef ég skil fléttuna rétt). Fyrir utan hið augljósa kaldhæðna í stöðunni þá ættu stjórnendur Skjárs Eins að líta aðeins í eigin barm. Ef hér ríkti alvöru samkeppni á auglýsingamarkaði, ekki stórkostleg fákeppni eða jafnvel einokun, þá held ég að auglýsingamarkaðurinn væri mun harðari en hann er núna, jafnvel þótt að RÚV hyrfi af honum. Getur verið að léleg stjórnun, slæmt tekjumódel og ónægt fylgi áhorfenda hafi verið það sem gerði það að verkum að Skjár Einn gat ekki lifað svona drastískar breytingar í árferði efnahagslífis af? Frekar en að sjá flísarnar í augum hinna þá ættu þeir að sjá bjálkann í sínum eigin.
Svo er það annað mál að það er ýmislegt að í rekstri RÚV líka, auglýsingarnar eru bara hluti af því.

Að lokum legg ég til að Ísland verði selt fyrir skuldum þess: www.icelandicfiresale.com

Friðgeir.


mbl.is Krefur RÚV um skaðabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Check please!

Mikið er það gott og blessað að deilan skuli vera "leyst". Enn vantar þónokkuð upp á upplýsingaflæði engu að síður. Til dæmis væri gott að ef þessari tilkynningu myndi fylgja ítarlegir en þó ekki endanlegir útreikingar á hversu mikið verður eftir af skuldum þegar eignir Landsbankans hafa verið seldar. Ég segi ekki endanlegar því engin getur vitað verðið sem fæst fyrir eignirnar fyrirfram, en gott væri að fá yfirvegað og ígrundað mat frá hæfum aðilum innan ríkisstjórnar eða utan.
Mikið af "ágiskunum" um hversu mikið verður eftir flýtur um netið, betra væri að fá tölurnar beint af beljunni.

Að lokum legg ég til að ísland verði selt fyrir skuldum þess, kynnið ykkur málið á www.icelandicfiresale.com.


mbl.is Icesave-deilan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni á ævinni

og vonandi ekki oftar þarf maður að upplifa svona "ævintýri". Ég vona en er ekki bjartsýnn á að það verði lært eitthvað af þessu öllu saman, einhvernvegin tekst okkur að gleyma mikilvægustu lexíunum samstundis.

Núna er gott tækifæri til að kynna sér hvernig peningar virka, það myndi auka skilning manns á afhverju allt fór svona illa. Ég vill mæla með því að landinn kynni sér þessa http://video.google.com/videoplay?docid=-9050474362583451279 heimildarmynd sem er ókeypis, stutt og mjög fræðandi um hvernig peningar verða til og hvað þeir eru.

Að lokum legg ég til að ísland verði selt fyrir skuldum þess, kynnið ykkur málið á www.icelandicfiresale.com

kv,
Friðgeir.


mbl.is Búist við tilkynningu um IceSave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband